Einkavæðingin sem gleymdist

Síðastliðið haust átti fátíður atburður sér stað á Suðurnesjum. Íslenska ríkið fékk, á einu bandi, afhenta tugi þúsund fermetra af húsnæði til afnota. Það var þó nær samstundis ákveðið að selja þessar eignir. Ríkið vildi ekkert með þær hafa, þær áttu heima í höndum einkaaðila.

Síðastliðið haust átti fátíður atburður sér stað á Suðurnesjum. Íslenska ríkið fékk, á einu bandi, afhenta tugi þúsund fermetra af húsnæði til afnota. Ríkisstjórnin átti allt í einu miklar eignir sem hún gat nýtt á hvern þann veg sem henni sýndist. Það var þó nær samstundis ákveðið að selja þessar eignir. Ríkið vildi ekkert með þær hafa, þær áttu heima í höndum einkaaðila.

Á sama tíma og það tekur því ekki einu sinni að tala um áframhaldandi eignarhald ríkisins á fasteignum hersins á miðnesheiði þá rekur íslenska ríkið stórt metnaðarfullt og blómlegt fyrirtæki þar við hliðina. Þetta er flugstöð Leifs Eiríkssonar hf.

Flugstöðin er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, hjá henni starfa 140 manns og heildartekjur á síðasta ári voru 6,7 milljarðar króna. Flugstöðin er auk þess í góðum rekstri en veltufé frá rekstri á árinu 2006 voru 2 milljarðar.

Flugstöðin hefur smám saman dregið sig úr beinum verslunarrekstri sem hún stóð áður í og leigir þess í stað nú verslunum rými. Nær allt farþegaflug og farmflug til og frá Íslandi fer í gegnum flugstöðina.
Það styðja engin haldbær rök eignahaldi íslenska ríkisins á flugvellinum og flugstöðinni. Um allann heim eru flugvellir og flugstöðvar rekin af einkaaðilum. Til dæmis má nefna fyrirtækið BAA sem rekur flugvellina á Heathrow, Gatwick, Napólí og Budapest.

Rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf gengur vel og skilar góðri afkomu. Slíkri eign ætti ekki að vera vandamál að finna góðan kaupanda að.

Það væri þarft ef einkavæðingarnefnd myndi nota tækifærið þegar framtíðarmöguleikar varnarsvæðisins eru grannt skoðaðir af ýmsum aðilum, að selja reksturinn á flugvellinum og flugstöðinni í leiðinni.

Varnarsvæðið og flugvöllurinn bjóða upp á gríðarlega mikla og spennandi möguleika til atvinnusköpunar og atvinnuuppbyggingar í framtíðinni. Í því samhengi má benda á að Keflavíkurflugvöllur er í dag rekin á einungis 10% afkastagetu.

Langflest flug til og frá Íslandi eru á sama tíma og flugstöðin stendur hálftóm þess á milli. Þarna eru miklir vaxtamöguleikar. Til þess að fullnýta þessi tækifæri og önnur sem eru vafalaust til staðar þarf einkavæðingarnefnd án tafar að gefa einkaaðilum færi á að láta ljós sitt skína og hefja söluferli á Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf.

Heimildir: www.airport.is , www.baa.com

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.