Frjáls verslun með áfengi

Nú á síðustu klukkustundum þessa þings og þess kjörtímabils liggur fyrir frumvarp til breytinga á áfengislögum. Ef frumvarpið verður að lögum munu Íslendingar loks geta keypt áfengi í smásölu annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkins.

Nú á síðustu klukkustundum þessa þings og þess kjörtímabils liggur fyrir frumvarp til breytinga á áfengislögum. Ef frumvarpið verður að lögum munu Íslendingar loks geta keypt áfengi í smásölu annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkins. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Guðlaugur Þór Þórðarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, en með flutningsmenn hans eru aðrir þingmenn úr Sjálfstæðsflokknum, Framsóknarflokknum og Samfylkingunni.

En þýðir það að við getum loksins á leiðinni í partýið skroppið í hverfisbúðina og kippt með einni flösku af gini? Eða þýðir það að í miðjum matarboði þegar allar flöskurnar af rauðvíninu, sem áttu að vera með steikinni, reynast ónýtar að þú getir reddað þér í sjoppunni úti á horni?

Staðan verður ekki alveg svo góð. Því þetta frumvarp er bara örlítið skref í átt til frjálsræðis. Skv. frumvarpinu geta sveitarstjórnir einungis gefið leyfi fyrir veitingu smásöluleyfis ef afgreiðslutími er ekki lengur en til kl. 20.00 og að starfsmenn séu ekki yngri en 20 ára. Einnig verður fyrirtækjum sem eru með blandaða starfsemi aðra en rekstur stórmarkaða eða matvöru- og nýlenduverslana ekki gefið leyfið. Undir þá starfsemi falla t.d. söluturnar og matsöluvagnar. Það er því útséð með það að flöskunni verði reddað á leiðinni í partýið og matarboðið verður að vera rauðvínslaust. Hálfnað verk þá hafið er og það má þakka fyrir ef þetta skref næst. Íslendingar geta þá allavega kippt með sér rauðvínsflösku um leið og þeir kaupa steikina.

En nú er spurningin hvert er framhaldið ef frumvarpið verður að lögum? Erum við Íslendingar til í að ganga enn lengra eða er þetta eina skrefið sem við tökum í mörg ár? Í frumvarpinu segir að útsöluverð áfengis sé frjálst. Strax í kjölfarið kemur þó undantekning sem segir að fjármálaráðherra ákveði útsöluverð á sterku áfengi.

Einnig er bannað að selja áfengi undir kostnaðarverði. Það er margt gott hægt að segja um skynsemi í þessum lögum. Opnunartími verslana er mjög hóflegur, ekki er ætlast til að fólk sem ekki hefur leyfi til að neyta áfengis sé að afgreiða vöruna og heildsölur geta ekki gefið áfengið til að koma viðskiptavinunum á bragðið. Það er eitt sem stingur í augun og það er setningin: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur einkaleyfi til smásölu sterks áfengis, þ.e. sem í er meira en 22% af vínanda að rúmmáli. Þetta ákvæði er það nauðsynlegt? Skynsemin getur ráðið ríkjum þó að ÁTVR sé ekki með einkaleyfi á sölu áfengis. Öll þau skilyrði sem þarf til að fá smásöluleyfi gættu átt við leyfi til að selja einnig sterkt áfengi. Jafnvel þó að sterkt áfengi væri ekki til sölu í matvöruverslunum mætti sjá viðskiptatækifæri í opnun vínbúða. Íslenskt þjóðfélagið er fyrir löngu orðið nógu þroskað til að ríkið þurfi ekki að reka áfengisverslanir.

Frjáls verlsun með áfengi alla leið er skref sem nauðsynlegt er að taka . Að ríkið sé að reka áfengisverslun er eins og að vera 18 ára unglingur sem mamma og pabbi redda enn pössun fyrir. Við Íslendingar erum nógu þroskuð til að hugsa um okkur sjálf. Frjáls verslun með áfengi, alla leið strax á næsta kjörtímabili!

Latest posts by Rúna Malmquist (see all)