Hin fullkomna kvöldstund

Ég byrja að taka mig til um klukkan 17, er komin niður í bæ klukkan 18 og sest inn á flottan veitingastað með góðum vinkonum, förum síðan í leikhús og sjáum einhvern frábæran söngleik. Eftir að sýningunni lýkur löbbum við um bæinn og öndum að okkur íslenska loftinu og setjumst svo inn á kaffihús. Eftir kaffið löbbum við niður Bankastrætið og njótum útsýnisins.

Ég byrja að taka mig til um klukkan 17, er komin niður í bæ klukkan 18 og sest inn á flottan veitingastað með góðum vinkonum, förum síðan í leikhús og sjáum einhvern frábæran söngleik. Eftir að sýningunni lýkur löbbum við um bæinn og öndum að okkur íslenska loftinu og setjumst svo inn á kaffihús. Eftir kaffið löbbum við niður Bankastrætið og njótum útsýnisins. En því miður gerir maður þetta allt of sjaldan.

Mínir uppáhaldsstaðir:

Tapas barinn er hin fullkomna byrjun á kvöldinu, fara í óvissuferð. Þar færðu brot af því besta í hverjum rétt, allt frá ljúffengum forrétti til guðdómlegrar súkkulaði köku. Ef það er ekki pláss á Tapas barnum þá getur þú dottið inn á Vegamót og fengið þér eitthvað af þeirra frábæru réttum. Satey kjúklingasalat er æðislegt og ég tala nú ekki um Louisiana kjúklingastrimlana. Til að loka frábæru kvöldi á Vegamótum er kjörið að fá sér einn ískaffi, það kemur öllum í gott skap.

Þjóleikhúsið býður alltaf upp á eitthvað stórskemmtilegt fyrir þá sem vilja eyða kvöldstund í leikhúsi allra landsmanna. Núna gætuð þið séð söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson sem er eflaust stórskemmtilegur og sérkennilegur. Alveg öruggt er að þú hefur ekki séð svona söngleik áður. Í leikhúsinu er skilyrði að fara á barinn í hléi og fá sér það sem hugurinn girnist. Ef þig langar ekki á Leg þá er ekki vitlaust að fara með vinkonunum í Iðnó á gamanleikinn Pabbinn eftir Bjarna Hauk Þórðarson, sem er sami maður og lék Hellisbúann. Það er kjörið tækifæri fyrir stelpur til að hlæja að karlpeningnum.

Eftir sýninguna er kjörið að fara á kaffihúsið Mokka á Skólavörðustíg, fá sér rjúkandi kaffi og tala við vinkonurnar um sýninguna, fara yfir atriðin sem stóðu upp úr, hvernig leikarinn stóð sig og allt hitt sem fékk þig til að hlæja. Þegar spjallið líður á enda er kjörið að labba niður Skólavörðustíginn og skoða húsin og kíkja í búðarglugga. Fara síðan heim, leggjast á koddann eftir góða kvöldstund og dreyma ljúfa drauma.

Þetta er mín fullkomna kvöldstund

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.