Of dýrt í göngin?

„Allt of hátt,“ segja menn um aðgangsverð að Hvalfjarðargöngum. Vissulega eru eittþúsund krónur töluverð upphæð, sérstaklega þegar litið er til þess að menn þurfa fyrst að vinna sér inn tæpar tvö þúsund krónur til að geta náðarsamlegast fengið helminginn í eiginn vasa.

„Allt of hátt,“ segja menn um aðgangsverð að Hvalfjarðargöngum. Vissulega eru eittþúsund krónur töluverð upphæð, sérstaklega þegar litið er til þess að menn þurfa fyrst að vinna sér inn tæpar tvö þúsund krónur til að geta náðarsamlegast fengið helminginn í eiginn vasa.

En það gleymist oft í þessari umræðu, að ríkissjóður lagði ekki eina einustu krónu í sjálf göngin. Ríkið hefði auðvitað geta grafið þessi göng sjálft og lagt sérstakan gangnaskatt á alla landsmenn, kannski menn hefðu verið sáttari við það? Oft er nefnilega eins og gildi peninga taki á sig aðra mynd í huga fólks þegar þúsundkallarnir fara fyrst inn í ríkissjóð og svo beint út úr honum aftur.

Þær raddir hafa einnig heyrst, að aðstandendur gangnanna komi hreinlega til með að tapa á þessari verðlagningu. En þarna er komið að kjarna málsins. Hvalfjarðargöngin eru ekki ríkisrekin, þau verða að standa undir sér. Komi í ljós að fólk fer ekki í gegnum göngin vegna þessarar verðlagningar, verða þessir einkaaðilar að lækka verðið. Það er því markaðurinn sjálfur og lögmálið um framboð og eftirspurn sem ræður verðlaginu, en ekki duttlungafullar ákvarðanir embættismanna. Réttlæti og markaðshyggja eiga því samleið hér eins og annars staðar.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.