Sýn Vöku á starf Stúdentaráðs

Undanfarið hefur hlutverk Stúdentaráðs HÍ verið mikið í umræðunnii og eru fylkingarnar sem þar bjóða sig fram ekki sammála um hvert skuli stefna. Vaka hefur mjög skýra mynd af því hvert hlutverk ráðsins eigi að vera og hvernig sé hægt að bæta ásýnd þess og virkni innan sem og utan skólans.<%image(myndafhaskoli.jpg|290|218|myndafhaskoli.jpg)%>

Undanfarið hefur hlutverk Stúdentaráðs HÍ verið mikið í umræðunnii og eru fylkingarnar sem þar bjóða sig fram ekki sammála um hvert skuli stefna. Vaka hefur mjög skýra mynd af því hvert hlutverk ráðsins eigi að vera og hvernig sé hægt að bæta ásýnd þess og virkni innan sem og utan skólans.

Í fyrsta lagi þarf að gera Stúdentaráð sýnilegra úti í skóla og þannig bæta aðgengi nemenda að ráðinu og fulltrúum þess. Þetta væri hægt að gera með því að fulltrúarnir hefðu fasta viðveru í byggingum með reglulegu millibili. Annar liður í þessu væri til dæmis að endurskipuleggja skrifstofu SHÍ þannig að nemendur og nemendafélög gætu notað hluta af skrifstofunni, en gott tækifæri til þess að skapast þegar skrifstofan flytur í Háskólatorg.

Við verðum líka að halda áfram því góða starfi sem réttindaskrifstofu SHÍ hefur unnið að árinu en við lögðum mikla áherslu á það í síðustu kosningum að endurvekja þyrfti starfsemi réttindaskrifstofunnar.

Í þriðja lagi eru nánari tengsl við nemendafélög hverrar skorar eða deildar ofarlega á aðgerðalista Vöku fyrir Stúdentaráð. Innan nemendafélaganna fer fram mikil vinna í þágu stúdena og gæti sú vinna nýst ráðinu mikið . Að sama skapi myndu stúdentaráðsliðar öðlast skýra mynd af því sem breyta má og bæta innan hverrar deildar og skorar.

Í fjórða lagi er mikilvægt að Stúdentaráð og fulltrúar þess séu duglegir við að hita fólkið sem er að taka ákvarðanirnar. Það hefur því miður takmarkað vægi að einhver 20 manna hópur hittist og sendi frá sér ályktanir. Við verðum að fylgja þeim eftir, t.d. með því að hitta þessa lýðræðislegu kjörnu fulltrúa okkar á þingi og í borgarstjórn. Með því að kynna okkar sjónarmið ítarlega er mun líklegri að þessar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni stúdenta að leiðarljósi.

Vaka telur að Stúdentaráð eigi ekki að blanda sér í þjóðfélagsleg þrætumál nema um beina hagsmuni stúdenta sé að ræða. Ráðið má þó ekki hika við að nýta þann þrýsting sem tíu þúsund stúdentar geta myndað ef þeir eru sameinaðir, í pólitískum málum sem varða stúdenta beint. Þess ber að gæta að um leið þarf að gæta þess að gjaldfella ekki þau áhrif sem ráðið getur haft á yfirvöld í slíkum málum með því að vera stöðugt að álykta um pólitísk hitamál, eingöngu til að leyfa “rödd stúdenta að hljóma”.

Latest posts by Sigurður Örn Hilmarsson (see all)