… svo lengi sem það skaðar ekki aðra

Næsta sumar verður orðið bannað að reykja á skemmtistöðum. Líkt og mörgum öðrum óreykjandi hægrimönnum, hefur mér reynst þetta mál dálítið erfitt. Annars vegar hlakkar maður til þess að geta notað sömu fötin tvo daga í röð, en hins vegar vill maður ekki að vinum manns finnist maður vera einhver helvítis kommúnisti.

Næsta sumar verður orðið bannað að reykja á skemmtistöðum. Líkt og mörgum öðrum óreykjandi hægrimönnum, hefur mér reynst þetta mál dálítið erfitt. Annars vegar hlakkar maður til þess að geta notað sömu fötin tvo daga í röð, en hins vegar er vill maður ekki að vinum manns finnist maður vera einhver helvítis kommúnisti.

Frá því ég hef verið lítið hefur mér verið kennt að frelsi sé réttur til gera það sem manni sýnist svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Hér stendur hnífurinn einmitt í kúnni. Reykingar skaða aðra. Talið um reykingarlyktina af jakkafötunum er í sjálfu sér ekki nóg til banna fólki að reykja á opinberum stöðum. Ekki frekar en við eigum að banna prump og rop. Hins vegar er það bara bláköld staðreynd að reykingar skaða ekki bara reykingarmanninn. Það er því ekki hægt að láta sem einungis um eitthvað einstaklingsfrelsismál sé að ræða.

Nú er auðvitað hægt að benda á, að engin sé neyddur til að fara inn á bari eða veitingastaði þar sem má reykja. Á sama hátt var auðvitað enginn neyddur til að ferðast til útlanda, taka strætó eða fara í bíó þegar þar mátti reykja. Hins vegar má til sanns vegar færa að fræðilega séð eru varla til staðir sem auðveldara sé að forðast en einmitt skemmtistaðir. Mun nær væri því að banna reykingar á götum úti og á heimilum þar sem börn búa áður en barirnir eru gerðir reyklausir. Maður hefur auðvitað val um það á hvaða skemmtistað maður fari eða hvort það sé gert yfirhöfuð. Hins vegar vita flestir auðvitað að eins og íslenskt félagslíf virkar þá er þetta val oft hvorki sérstaklega virkt, né sérstaklega virt.

Líklegast væri það frá frjálslyndu sjónarhorni betri leið að nöldra endalaust í reykingarfólki og krefjast þess að fara á reyklausa staði þangað til að manni væri hent út úr símanum, fremur en að krefjast þess að Alþingi taki af manni ómakið. En ég held allavega að aðrir vígvellir en þessi séu heppilegri undir orrustur um framtíð eignaréttar. Ég fæ allavega ekki séð að um endalok kapítalismans sé að ræða þótt fólki verði bannað að skaða samborgara sína í húsnæði þriðja aðila.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.