Hámarkshraði og innganga í trúfélög

Svokallaðir áhugamenn um bætta umferðarmenningu leggja ætíð mikla áherslu á að halda ökuhraða á þjóðvegum landsins niðri. Á þeim má skilja að hraðaakstur sé orsök lang flestra umferðarslysa. Það er reyndar mjög skarplega ályktað hjá þessum áhugamönnum að hættueiginleikar ökutækja felist einmitt í þeirri staðreynd að þau hreyfast. En er ökuhraðinn í sjálfu sér endilega svo stór þáttur í umferðarslysum, hvað með andvaraleysi og dómgreindarbrest?

Svokallaðir áhugamenn um bætta umferðarmenningu leggja ætíð mikla áherslu á að halda ökuhraða á þjóðvegum landsins niðri. Á þeim má skilja að hraðaakstur sé orsök lang flestra umferðarslysa. Það er reyndar mjög skarplega ályktað hjá þessum áhugamönnum að hættueiginleikar ökutækja felist einmitt í þeirri staðreynd að þau hreyfast. En er ökuhraðinn í sjálfu sér endilega svo stór þáttur í umferðarslysum, hvað með andvaraleysi og dómgreindarbrest?

Á síðasta þingi lögðu tveir þingmenn fram frumvarp á Alþingi um að hækka leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegum landsins upp í 110 km/klst í stað 90. En hvað gerðist? Hægferðarpostularnir mótmæltu frumvarpinu harðlega með þeim árangri að annar flutningsmanna féll frá flutningi og hinn flutti það í hálflkæringi. Ekki er hægt að lá þingmönnunum það, því eins og umræðan var hefðu þeir líklega verið gerðir ábyrgir fyrir hverju einasta slysi á þjóðvegum landsins ef og eftir að frumvarpið hefði verið samþykkt.

Núverandi hámarkshraði er regla sem ekki á sér neina stoð í réttarvitund almennings. Eðlilegt væri að hækka hámarkshraða sem miðaður er við bestu hugsanlegu aðstæður. Það er rétt að reyna að takmarka slysahættu en ekki er víst að óraunhæfar reglur um hámarkshraða séu til þes fallnar. Þvert á móti er líklegt að umferðarvitund ökumanna myndi aukast jafnhliða hámarkshraðaukningu um 10-20 km/klst. Hins vegar má halda því fram að akstur og umferðarslys eigi margt sammerkt með kynlífi og þungun – besta vörnin er einfaldlega sú, að sleppa því alveg.

Sonur ritstjóra var skírður í dag og er því orðinn meðlimur í þjóðkirkjunni. Þakklæti til æðri máttarvalda fyrir heilbrigðan og fallegan dreng réð því öðru fremur í huga foreldranna að láta skíra drenginn. Hins vegar er verðugt að velta því fyrir sér af hverju hægt sé að skrá einstakling í trúfélag þegar hann er kornabarn en ekki í stjórnmálaflokk fyrr en hann verður sextán ára. Þá reglu ætlar ritstjóri sér hins vegar að brjóta. Drengurinn hlaut nafnið Breki Þór.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.