Ekki láta konuna keyra…

Oftar en ekki rata skondin mál inn í dómsali Hæstaréttar.

Oftar en ekki rata skondin mál inn í dómsali Hæstaréttar. Dómur í einu slíku var kveðinn upp 28. janúar sl. og eru málsatvikin reifuð með eftirfarandi hætti á heimasíðu Hæstaréttar:

G var farþegi í bifreið sinni sem ekið var af sambýliskonu hans, Á, en G var ölvaður. Eftir að bifreiðin hafði verið stöðvuð og G var farinn út úr henni í þeim tilgangi að lagfæra hana ætlaði Á að bakka henni að ljósastaur. Á tókst ekki að koma bifreiðinni í afturábak gír og teygði G sig inn um opnar bifreiðastjóradyrnar til að aðstoða hana við það. Á missti tengslafetilinn og rann bifreiðin við það afturábak með þeim afleiðingum að G klemmdist á milli hurðarinnar og ljósastaurs…

Hlaut G nokkur meiðsl af þessu óhappi og það er auðvitað ekkert fyndið.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.