Framsókn hakar við og dílemma vinstrimanna

Nú styttist óðfluga í kosningar til Alþingis og má sjá þess merki í Morgunblaðinu á svo til hverjum degi. Halldór Ásgrímsson hefur verið duglegur að haka við kosningaloforðin sem efnd hafa verið. Þó er ekki laust við að þessi mikla auglýsingaherferð lýsi taugaveiklun í herbúðum framsóknar.

Nú styttist óðfluga í kosningar til Alþingis og má sjá þess merki í Morgunblaðinu á svo til hverjum degi. Halldór Ásgrímsson hefur verið duglegur að haka við kosningaloforðin sem efnd hafa verið. Þó er ekki laust við að þessi mikla auglýsingaherferð lýsi taugaveiklun í herbúðum framsóknar.

Enn frekara mark um þessa taugaveiklun eru yfirlýsingar Halldórs síðustu daga um hin og þessi mál sem líkleg eru til að auka vinsældir framsóknar á síðustu vikunum fyrir kosningar. Ber þar hæst tímamótayfirlýsingu formannsins um að Framsóknarflokkurinn ætlaði sér að útrýma fíkniefnum á Íslandi á næsta kjörtímabili. Hvar værum við eiginlega án Framsóknarflokksins?

Halldór má þó eiga það að hann setur fram stefnu en hið sama verður ekki sagt um Þjóðvakafylkinguna. Þar á bæ forðast menn að segja nokkuð sem spillt gæti innabúðarrómantíkinni og árangurinn er það sem kallað hefur verið „stefnuleysisyfirlýsing“ og birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku.

Það er auðvitað ekkert annað en hneyksli að annar stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar skuli enga stefnu hafa í utanríkismálum og í sjávarútvegsmálum sé stefnan sú að stefna að því finna góða stefnu á næstu fjórum árum.

En aðalvandi Þjóðvakafylkingarinnar er annar og öllu verri. Ágætur maður skilgreindi hann með eftirfarandi hætti á dögunum:

„Til að vinstrimenn komist til valda verður að fara að ganga illa í þjóðfélaginu. En það fer ekki að ganga illa fyrr en vinstrimenn komast til valda.“

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.