Hvar er Mannvernd??

Umræðan um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði heldur áfram og er nú komin á mjög undarlegt plan. Því er ýmist haldið fram að gagnagrunnurinn sé stórvarasamur í sjálfu sér og að hann muni leiða alls konar hörmungar yfir íslensku þjóðina, eða þá að verið sé að arðræna landsmenn með því að veita Íslenskri erfðagreiningu hf. einkaleyfi til að gera grunninn.

Umræðan um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði heldur áfram og er nú komin á mjög undarlegt plan. Því er ýmist haldið fram að gagnagrunnurinn sé stórvarasamur í sjálfu sér og að hann muni leiða alls konar hörmungar yfir íslensku þjóðina, eða þá að verið sé að arðræna landsmenn með því að veita Íslenskri erfðagreiningu hf. einkaleyfi til að gera grunninn. Er á þessum aðilum að skilja að miklu nær væri að bjóða grunninn hæstbjóðanda eða að margir aðilar ættu að koma að gerð hans. En hvar er þá hin heilaga kýr, persónuverndin? Skiptir hún einungis máli þegar Íslensk erfðagreining á í hlut?

Og meira um persónuvernd. Ritstjóri Deiglunnar er nú fast að hálfþrítugu og ekki minnist hann þess að hafa verið nokkurn tímann inntur eftir upplýstu samþykki þegar hann hefur leitað sér læknisþjónustu og ýmsar persónulegar upplýsingar hafa verið skráðar. En þegar á að fara að taka þessar sömu upplýsingar, afmá af þeim persónueinkenni, dulkóða þær og setja í rammgerðan gagnagrunn, þá fyrst er friðhelgi einkalífsins ógnað(!).

Það er einnig athyglisvert að velta því fyrir sér hvaða persónuupplýsingar njóti virkilegrar friðhelgi. Ekki eru það upplýsingar um fjármál manns. Á umsóknareyðublaði fyrir námslánum hjá LÍN er það tekið fram að Lánasjóðurinn áskilji sér rétt til að kanna hreyfingar á þeim bankareikningi sem lánið er lagt inn á(!). Hvar er Mannvernd núna??

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.