Að vera eða vera ekki – eins og Hannes Smárason

Skaupið 2006Áramótaskaupið 2006 féll í misgóðan jarðveg eins og öll önnur skaup. Sumir voru yfir sig hrifnir á meðan að öðrum fannst lítið til þess koma. En brandararnir um mann ársins virðast hafa hitt í mark. Svo spurt er: „Af hverju ert þú ekki meira eins og Hannes Smárason?

Skaupið 2006Áramótaskaupið 2006 féll í misgóðan jarðveg eins og öll önnur skaup. Sumir voru yfir sig hrifnir á meðan að öðrum fannst lítið til þess koma. En brandararnir um mann ársins virðast hafa hitt í mark. Svo spurt er: „Af hverju ert þú ekki meira eins og Hannes Smárason?

Hvað þýðir eiginlega að vera „eins og Hannes Smárason„? Hér er Hannes gerður að holdgervingi hinna nýríku Íslendinga sem borða milljarða í morgunmat og eru að sigra heiminn. Íslenskir athafnamenn er á fljúgandi siglingu og varla líður sá dagur að ekki sé tilkynnt um einhvern risasamruna, svimandi háan söluhagnað eða metafkomu. Þetta er gott að sjálfsögðu svo lengi sem vel er að öllu staðið og í sátt við samfélagið. Velgengni íslenskra athafnamanna hefur góð áhrif á íslenskt athafnalíf, er öðrum hvatning til að gera betur og eykur velmegun þjóðarinnar.

En kappið má aldrei vera það mikið að það brengli mönnum sýn. Hraða íslensks viðskiptalífs má vel líkja við hraða bandarísks viðskiptalífs og þegar kappið er mikið getur mönnum orðið á. Skemmst er að minnast Enron málsins þar sem menn sveigðu af braut til að halda uppi „tölunum“. Ekki er þó rétt að bera Hannes eða aðra íslenska athafnamenn við Enron-menn heldur er þessi pistill einungis áminning og hvatning um leið til að líta fram á veg. Pistlahöfundi finnst gjörningar í viðskiptlífinu sumir hverjir komnir á nokkuð grátt svæði – löglegir, en vekja upp siðferðilegar spurningar.

Títtræddur Smárason hefur verið mikið í fréttum undanfarið, hvort sem það er í tenglsum við skattalegar tilfærslur á eignarhaldsfélögum eða í tengslum við „group“ væðingar. Það vakti athygli undirritaðs er FL Group seldi Icelandair á markaði nýlega og innleysti mikinn söluhagnað. Það vakti svo enn meiri athygli er FL Group tilkynnti nýjum eigendum Icelandair, hluthöfum á markaði, að þeir væru búnir að stofna til samstarfs á milli Iceland Express og Sterling. Spurningar vakna um á hvaða tímapunkti þessi „samkeppnisáform“ lágu fyrir og hvort þessi gjörningur sé siðferðilega „heppilegur“. Innleystur pappírshagnaður gjörningsins voru feitletraðir 20 milljarðar.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)