Atvinnuhagfræði Zenons

Fyrir nokkru las ég viðtal við forsvarsmann í verkalýðshreifingunni sem taldi að lágmarkslaun þyrftu að hækka um 20 % í næstu kjarasamningum og þá mundu þau samt einungis ná meðallaunum í landinu.

Fyrir nokkru las ég viðtal við forsvarsmann í verkalýðshreifingunni sem taldi að lágmarkslaun þyrftu að hækka um 20 % í næstu kjarasamningum og þá mundu þau samt einungis ná meðallaunum í landinu.

Í samtali við nokkra kunningja mína komumst við að þeirri niðurstöðu að líklegast væri varla til skorinorðari lýsing á markmiðum jafnaðarstefnu en þessi krafa, þ.e.a.s. krafan um að lágmarkslaun og meðallaun yrðu þau sömu. Og rétt eins og jafnaðarstefnan sjálf þá hljómar þessi krafa afskaplega vel því auðvitað óskar maður engum þeirrar ólukku að laun hans verði lægri en meðallaun.

En rétt eins og jafnaðarstefnan sjálf þá hefur einnar setningar útgáfa hennar við ákveðinn vanda að etja: hún samræmist ekki almennri rökhugsun. Í þessu tilfelli hrasar krafan á þeim stærðfræðilegu eiginleikum meðaltals að þurfa vera fyrir ofan sumar tölur en fyrir neðan aðrar.

Það blasir nefnilega við að til að einhver þiggi laun sem eru jöfn meðallaunum, þarf einhver annar að þiggja hærri laun og einhver enn annar lægri laun. Ef lágmarkslaun eru hækkuð þá hækka meðallaunin líka. Þau munu þá eflaust ná gömlu meðallaununum en nýju meðallaunin verða mun hærri. En þá má víst alltaf endurtaka sömu kröfu í næstu kjarasamningum!

Þetta minnir óneitanlega á þekkta þversögn Zenons: Akkiles mun aldrei ná skjaldbökunni þótt hann hlaupi 10 sinnum hraðar, því þegar hann nær þeim stað sem hún var þegar hann hóf hlaupið mun skjaldbakan hafa hreyfst fram um nokkra metra. Hann hleypur því að þeim stað sem hún er nú á, og missir aftur af henni. Svona gengur þetta endalaust fyrir sig.

Á sama hátt mun aldrei takast að koma því þannig fyrir að engin í þjóðfélaginu hafi það undir meðallagi gott. Eina leiðin til að lágmarkslaun nái meðallaunum er að allir verði með sömu laun, sem er raunar einmitt markmið jafnaðarstefnunnar. En þótt þeim markmiðum verður aldrei náð má auðvitað alltaf reyna. Og ef ríka liðið sættir sig ekki við sömu laun og strætóbílstjórinn þá getur það bara farið til útlanda. Ó, hve gott væri Ísland án ríka liðsins!

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.