Eru sílikonbrjóst dýr?

Þessari spurningu hefur greinarhöfundur lengi velt fyrir sér. Svarið við henni er ekki einfalt, enda ekki auðvelt að mæla í krónum þá ánægju sem brjóstunum fylgja. En með einfaldri kostnaðarábatagreiningu er svarið augljóst.

Fegrunarðagerðir eru töluvert dýrari en þær sem gerðar eru í þeim tilgangi að beinlínis að lækna fólk. Aðgerðirnar eru framkvæmdar á einkastofum og eru ekki niðurgreiddar af tryggingakerfinu. Silikonbrjóstaaðgerð kostar um 220 þúsund krónur, ef marka má orðið á götunni. Þetta er há upphæð að greiða, en ánægjan er að sama skapi mikil og því borgar viðkomandi fyrir aðgerðina með glöðu geði.

En er dýrt að fá sér silikonbrjóst? Fyrir konu sem situr heima og fer lítið út, já. En fyrir snót sem er dugleg að fara út á meðal fólks, þá geta brjóstin í mörgum tilfellum borgað sig sjálf upp á tiltölulegum skömmum tíma. Ástæðan er sú að einhleypum konum með falleg brjóst er oftar en ekki boðið í glas á skemmtistöðum. Ef aðgerðin kostar um 220 þúsund krónur og kokteill um 1200 krónur þá tekur það einungis 183 drykki fyrir brjóstin að borga sig upp. Fyrir konu sem frekar dugleg að fara út á meðal fólks um helgar, að jólum og helstu fríum undanskyldum, þá má reikna með að hún fari út að skemmta sér 45 helgar á ári. Ef henni er boðið einu sinni í glas í hvert skipti þá borgar aðgerðin sig upp á fjórum árum. Ef tveir eða fleiri drykkir bjóðast í hvert sinn, nú eða konan fer jafnvel út á lífið bæði kvöldin um hverja helgi, þá tekur það einungis 2 ár eða skemur að borga upp brjóstin.

Hér er að sjálfsögðu ekki verið að gefa það í skyn að konur selji sig á börum fyrir drykk, heldur einungis verið að benda á algenga afleiðingu þess að hafa fagran barm, þ.e.a.s. ókeypis kokteill – og í leiðinni bent á hve ódýrt það er í raun að fá sér silikonbrjóst.