Afnám sértækra skatta

Formaður félags tónskálda og textahöfunda var afar ósáttur við að virðisaukaskattur á tónlist skyldi ekki lækkaður úr 14% í 7% til samræmis við ákvörðun um lækkun á virðisaukaskatti á bækur. Hugsanlega hefur hann eitthvað til síns máls í þeim efnum enda vandséð að bækur séu þjóðhagslega merkilegri en tónlist. En gagnrýnin minnti pistlahöfund á annan skatt sem tónlistarmenn hagnast beint á og nú bæri með réttu að afnema – geisladiskaskattinn.

Formaður félags tónskálda og textahöfunda var afar ósáttur við að virðisaukaskattur á tónlist skyldi ekki lækkaður úr 14% í 7% til samræmis við ákvörðun um lækkun á virðisaukaskatti á bækur. Hugsanlega hefur hann eitthvað til síns máls í þeim efnum enda vandséð að bækur séu þjóðhagslega merkilegri en tónlist. En gagnrýnin minnti pistlahöfund á annan skatt sem tónlistarmenn hagnast beint á og nú bæri með réttu að afnema – geisladiskaskattinn.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka skatt á bækur samhliða lækkun matarskatts gæti fært íslenskum bókaútgefendum auknar tekjur því ólíklegt er fylgst verði eins grannt með áhrifum lækkunarinnar á bækur eins og matvæli. Það er eflaust fagnaðarefni fyrir íslenska rithöfunda og útgefendur en vandséð eru þó rökin fyrir því að bækur eða tónlist skuli bera aðra skattprósentu en aðrar vörur eða þjónusta í landinu. Þegar matarskattur var lækkaður úr 24,5% í 14% fyrir nokkrum árum fylgdi íslensk tónlist og bækur með af einhverjum menningarlegum ástæðum. Það voru mistök en út frá þeim sjónarhóli má eflaust skilja afstöðu formans félags tónlistarfólks.

Rökin fyrir því að mikilvægt sé halda verði á bókum lágu með skattaaðgerðum til þess að uppfræða þjóðina og varðveita íslenska tungu hafa pistlahöfundi ávallt fundist haldlítil. Enda er vandséð að mest seldu bækurnar hafi nokkuð með uppfræðslu þjóðarinnar að gera eða að leggi mikið til varðveislu tungunnar. Þá hefur hugmyndin um mikilvægi þess að við séum bókaþjóð pistlahöfundi alltaf fundist “nostalgíukennd”, en þykist þó viss um að sú skoðun sé ekki vinsæl alls staðar.

En aftur að geisladiskaskattinum – Fyrir einhverjum árum síðan, skömmu eftir að geisladiskar tóku við af disklingum og segulabandssnældum sem stafræn geymsluílát, lögðu stjórnvöld á sérstakan skatt á óáskrifaða geisladiska sem rennur beint til tónlistarmanna sem uppbót fyrir ólöglega afritaða tónlist. Tölvufólk mótmælti þessum aðgerðum harðlega á sínum tíma þar sem stór hluti óáskrifaðra geisladiska var og er notaður til að afrita og geyma tölvugögn (t.d. stafrænar myndir úr fjölskyldualbúminu). En nú er hins vegar svo komið að internetið og MP3 væðing tónlistarinnar er nánast búin að eyða ólöglegri tónlist af geisladiskum. Hlýtur þessi skattur ekki að verða aflagður fljótlega – eða hvað?

Reyndin er sú að yfirleitt reynist erfitt að afnema sértæka skatta þó ekki sé lengur fótur fyrir þeim. Sértækir skattar skila yfirleitt litlum tekjum í ríkissjóð í samanburði við kostnað við utanumhald og eru oft einungis til þess fallnir að gera skattkerfið ógagnsætt sem aftur býður upp á misnotkun. Það er auðvitað fagnaðarefni að verið sé að lækka skatta en stefna ætti að því að gera skattkerfið eins einfalt og gagnsætt og kostur er: Ein virðisaukaskattsprósenta á allar vörur og þjónstu, ein tekjuskattsprósenta fyrir einstaklinga og fyrirtæki og enga sértæka skatta s.s. gjöld í framkvæmdasjóð aldraðra, hljóðupptökuskatta eða vörugjöld. Þá ætti virðisaukaskattsprósenta og tekjuskattsprósenta helst að vera sú sama, eins og til dæmis í Slóvakíu þar sem 19% skattur er á öllu. Engar undanþágur takk.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)