Hugdjarfa blaðakonan Anna Politkovskaya

Á Pushkinskaya-torginu í Moskvu er búið að kveikja á kertum og leggja blóm við mynd af Önnu Politkovskaya blaðakonu. Hún var skotin til bana í gær. Lík hennar fannst í lyftu fjölbýlishúss í miðborg Moskvu og við hlið hennar lá skammbyssa og skothylki.

Á Pushkinskaya-torginu í Moskvu er búið að kveikja á kertum og leggja blóm við mynd af Önnu Politkovskaya blaðakonu. Hún var skotin til bana í gær. Lík hennar fannst í lyftu fjölbýlishúss í miðborg Moskvu og við hlið hennar lá skammbyssa og skothylki.

Anna Politkovskaya var ein frægasta blaðakona Rússlands ásamt því að vera ötul baráttukona frjálsrar fjölmiðlunar. Hún var fædd í New York í Bandaríkjunum árið 1958 þar sem foreldrar hennar voru diplómatar hjá Sameinuðu Þjóðunum. Hún sneri aftur til Rússlands og lauk námi í fjölmiðlafræðideild eins virtasta háskóla Rússlands; Moscow State University. Hún hóf ferlil sinn hjá ríkisdagblöðunum. En með tilkomu endurskipulagningar Sovétríkjanna (perestroika) 1987 hóf Politkovskaya vinnu hjá sjálfstæðu dagblöðunum, fyrst hjá Obshchaya Gazeta en síðan hjá Novaya Gazeta. Í kjölfar “perestroikunnar” hófust borgarstríð í hinum nýfrjálsu fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna. Grimmilegustu átökin voru í Chechnyu þar sem rússneskir hermenn reyndu að ná yfirráðum yfir landssvæði í Chechenyu. Politkovskaya varð þrautseigasta blaðakonan í umfjöllun um þau átök. Novaya Gazeta er eitt fárra dagblaða í Rússlandi sem ekki hefur tekist að þvinga undir Kremlar- stjórn.

Rússar skipta átökunum í Chechenyu í tvo hluta; annars vegar árin 1994 til 1996 þegar herinn hörfaði vegna þrýstings fjölmiðla og almennings og í kjölfarið undirritaður friðarsáttmáli. Seinni átökin í Chechenyu hófust árið 1999 þegar Putin Rússlandsforseti fyrirskipaði árásir hersins inn í Chechenyu.

Politkovskaya fórnaði hjónabandi sínu fyrir blaðamennskuna en eiginmaður hennar fór frá henni árið 1999 vegna vinnu hennar. Hún gekk lengra en margir kollegar hennar í blaðamennskunni þegar hún gerðist samningamaður í hryðjuverkaárás Chechenea á leikhúsið í Moskvu árið 2004. Einnig átti hún að vera samningamaður í gíslatöku Chechena í barnaskólanum í Beslan en var byrlað eitur í te þegar hún var í flugvél á leið þangað. Þá fékk hún margar morðhótanir frá rússneskum hermönnum vegna skrifa hennar um pyntingar rússneskra hermanna á checheneskum borgurum. Anna Politkovskaya skrifaði nokkrar verðlaunabækur um ástandið í Chechenyu og stjórnarfyrirkomulag Putins Rússlandsforseta. Nýjasta bók hennar kom út árið 2004 og heitir Putin´s Russia.

Á skiltum við götustólpa í Moskvu í dag stendur; Kreml drap málfrelsið, ríkisvaldið drap Önnu og svo mynd af Putin forseta og við hana stendur: þú berð ábyrgð á öllu. Morðið á henni hefur vafalaust vakið upp reiði hjá almenningi í Rússlandi og ekki víst hvernig stjórn landsins fari að því. En eitt er víst að morðið á Önnu Politkovskaya mun vera sem olía á eld átakanna í Chechenyu.

Heimildir:
The Guardian og ruv.is

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)