Sjóræningjarnir sigla áfram

Í byrjun maí réðst stórt lið lögreglu inn í tölvuver Sjóræningjaflóa (Piratebay). Piratebay er stærsti torrent í heimi og þar er hægt að finna allt það efni sem mönnum dettur í hug. Þrátt fyrir að allar tölvur sem hugsanlega höfðu efni hefðu verið teknar úr umferð, var vefurinn kominn í loftið á ný sólarhring síðar og varð fljótt stærri en nokkru sinni fyrr vegna þeirrar kynningar aðgerðir lögreglu höfðu í för með sér.

Í byrjun maí réðst stórt lið lögreglu inn í tölvuver Sjóræningjaflóa (Piratebay). Piratebay er stærsti torrent í heimi og þar er hægt að finna allt það efni sem mönnum dettur í hug. Þrátt fyrir að allar tölvur sem hugsanlega höfðu efni hefðu verið teknar úr umferð, var vefurinn kominn í loftið á ný sólarhring síðar og varð fljótt stærri en nokkru sinni fyrr vegna þeirrar kynningar aðgerðir lögreglu höfðu í för með sér.

Torrentar eru mjög einföld leið til skráaskipta. Menn sækja forrit og fara síðan inn á síður á borð við Piratebay. Þar er smellt á torrent skjal, og forritið býr þá til tengingar milli þess sem vill sækja efnið og þeirra sem deila því, og um leið verður sækjandinn einn þeirra sem deila viðkomandi skjali út í ákveðinn tíma eftir að hann sótti það. Torrentinn á síðum eins og Piratebay vistar hins vegar engin gögn nema upplýsingar um þær skrár sem eru í boði og þá aðila sem sækja má þau til.

Nafnið á piratebay er í eðli sínu yfirlýsing. þeir sem standa að baki vefnum eru ekkert að leyna hvað þeir eru að gera. Veik löggjöf í Svíþjóð kemur hins vegar í veg fyrir að hægt sé að dæma þá, enda eru þeir ekki að gera neitt ólöglegt þar sem enginn vefþjónn í þeirra eigu inniheldur svo mikið sem eina skrá af ólöglegu efni. Í því er munurinn á torrentum og sumum eldri leiðum til skráaskipta, sem stöðva mátti með lagaúrræðum. Netþjónninn þarf ekki að vera sérstaklega stór eða öflugur til að geta sinnt mörgum notendum og því var auðvelt fyrir stjórnendur Piratebay að koma sér upp netþjónum og afritum víða um heim og ræsa vefinn á ný.

Á Íslandi var gerði lögreglan fyrir nokkrum rassíu hjá nokkrum stórtækum aðilum sem skiptust á skrám gegnum svökölluð DC. Mun erfiðara er að finna stórtæka torrentnotendur þar sem þeir þurfa ekki að sýna efnið líkt og á DC. Torrent samfélögin eru þar að auki alþjóðleg og átakið þyrfti að vera það líka.

Innlend samfélög eru þó til, en eru mjög lokuð, en þó má sjá á íslenska vefnum torrent.is að notendur þar eru um 4.000. Þar má lesa eftirfarandi klausu:

„Eingöngu þeir sem boðnir eru sérstaklega af þeim sem eru nú þegar meðlimir samfélagsins og uppfylla ákveðin skilyrði er hleypt inn í samfélagið. Þetta er gert til að stuðla að persónulegra umhverfi og til að viðkomandi aðili hafa einhvern sem hann þekkir til að leita til ef hann þarfnast hjálpar. Þeir sem vilja bjóða einhverjum inn, láta viðkomandi fá boðslykil sem hann notar síðan til að nýskrá sig. Þessi aðili er því á ábyrgð þess sem hann bauð inn.“

Víða erlendis hefur mikið verið rætt hvernig taka eigi á málum þar sem einhver er tekinn með fullan harðan disk af þáttum sem hann hefur tekið upp í sjónvarpi. Má hann þá eiga þá á spólu en ekki á hörðum disk. Sömu spurningar eiga við um kvikmyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi. Það hefur tekið erlendar sjónvarsstöðvar langan tíma að bregðast við nútímanum af alvöru, en loksins eru bandarískar sjónvarpsstöðvar farnar að bjóða notendum að kaupa efni af netinu með jafneinföldum hætti og tónlist. Fjöldamargir eru tilbúnir að greiða fyrir þjónustu, líkt og margir eru tilbúnir að greiða fyrir að hala niður tónlist.

Í stað þess að berjast gegn straumi tímans væri framleiðendum sjónvarpsefnis og kvikmynda einfaldlega nær að bjóða upp á betri þjónustu og láta fólk greiða fyrir þjónustu af þessu tagi – þetta er bara spurning um aðgengi og rétt verð.

Ítarefni:
www.eoe.is
www.wired.com/
www.deiglan.com
mbl.is

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.