Prófkjör fari fram í Sjálfstæðisflokknum í öllum kjördæmum

Nú eru um 10 mánuðir til næstu alþingiskosninga og fyrir dyrum stendur hjá stjórnmálaflokkunum að ákveða hvaða aðferðum skuli beitt þegar ákvarðað er hvernig raðað verður á framboðslista. Í þeim efnum standa flokkunum einkum til boða þrír kostir; prófkjör, kosning á kjördæmisþingi með tvöfaldri fulltrúatölu eða uppstillingarnefndir. Við blasir að í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, verður þess víða krafist að prófkjör verði notuð sem aðferð við uppstillingu á lista nú.

Nú eru um 10 mánuðir til næstu alþingiskosninga og fyrir dyrum stendur hjá stjórnmálaflokkunum að ákveða hvaða aðferðum skuli beitt þegar ákvarðað er hvernig raðað verður á framboðslista. Í þeim efnum standa flokkunum einkum til boða þrír kostir; prófkjör, kosning á kjördæmisþingi með tvöfaldri fulltrúatölu eða uppstillingarnefndir. Við blasir að í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, verður þess víða krafist að prófkjör verði notuð sem aðferð við uppstillingu á lista nú.

Fyrir síðustu alþingiskosningar voru eingöngu viðhöfð prófkjör í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og norðvesturkjördæmi. Í hinum kjördæmunum þremur, norðausturkjördæmi, suðurkjördæmi og suðvesturkjördæmi voru skipaðar uppstillingarnefndir á kjördæmisþingum sem lögðu svo fram tillögur að listum sem voru síðar samþykktar nær óbreyttar á slíkum þingum. Skapaðist nokkur úlfúð víða vegna slíkra uppstillinga, einkum og sér í lagi í suðurkjördæmi.

Ljóst er að sú krafa verður víða uppi innan Sjálfstæðisflokksins á vettvangi kjördæmanna að fram fari prófkjör til vals á framboðslistum þar sem flokksbundnir sjálfstæðismenn stilla upp þeim listum sem boðnir verða fram. Sú krafa er afar eðlileg nú í ljósi aðstæðna. Þannig blasir við að á nokkrum stöðum er þörf á töluverðri endurnýjun í þingliðinu auk þess sem sú staðreynd að víða fór fram uppstilling fyrir síðustu kosningar veldur því að prófkjör verða að fara fram nú. Eru prófkjör enda langlýðræðislegasta aðferðin í flokkstarfi við val á framboðslistum.

Nýlegt og afar vel heppnað prófkjör sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar sýnir jafnframt að það er ástæðulaust að óttast prófkjör sem aðferð við val á framboðslistum af einhverjum þeim sökum að niðurstöður úr þeim geti verið einkennilegar eða óhentugar, m.t.t. jafns hlutar kynja og fleiri atriða. Í því prófkjöri náðu t.a.m. konur afar góðum árangri.

Höfundur þessa pistils vonast því til að menn taki nú það skynsamlega skref á næstu mánuðum á viðeigandi stöðum innan Sjálfstæðisflokksins að ákveða að fram fari prófkjör í öllum kjördæmum fyrir næstu þingkosningar. Yrði það að líkindum affarasælast í alla staði.

Latest posts by Arnar Þór Stefánsson (see all)