Túristinn er nýja síldin – Kapp er best með forsjá

Jæja kæru vinir. Ég var á flandri um landsbyggðina síðustu sex daga og er nú komin aftur í höfuðborgina, reynslunni ríkari, með örlítinn snert af kúltúrsjokki þrátt fyrir að lengsta ferðin hafi bara verið 350 km frá Reykjavík. Nú skal það viðurkennast að ég hef verið óttaleg snobbhæna síðustu ár enda er maður óumflýjanlega alltaf að mjakast meira inn að miðbaug lífaldurs. Kann þannig betur…

Lesa meira


Þegar gulrótin hverfur

Einhver gæti sagt að nýlegir atburðir í Tyrklandi sýni að landið eigi ekki heima í Evrópu, að öll hugmyndin um ESB-aðild Tyrklands hafi allan tíma verið fáranleg. En það er ekki svo. Samanborið við önnur ríki í hinum íslamska menningarheimi er Tyrkland frjálslynt, vestrænt og veraldlegt. Og þótt eftirstríðssaga Tyrklands geymi bæði herforingjastjórnir og vafasama leiðtoga (eins og þann sem er núna) þá er það…

Lesa meira


Ein eilífðar hreinmey, í úlfahjörð, sem skrifar svo undir og deyr

Ísland er æðislegt. Frábært, stórkostlega fallegt og merkilegt. Krúttlegt og sætt. Þjóðin er krúttleg og sæt. Menningin er krúttleg og sæt. Fótboltastrákarnir eru sterkir, krúttlegir og sætir. Peppliðið er krúttlegt og sætt. Það er allt svo saklaust og hreint og fallegt á Íslandi. Ísland er yndislegt. Í þessum skrifuðu orðum eru fleiri ferðamenn en heimamenn í Reykjavík. Líklegast er þriðjungur allra sem nú eru á…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E04

Einu mennirnir með viti taka hið klassíska ævintýri um Rauðhettu til umfjöllunar. Í þessum þætti fara þeir út fyrir þægindarammann og gera tilraun til leiklesturs en skríða svo aftur inn í hann þegar þeir taka til umfjöllunar forsetakosningarnar og nýja áhugamálið sitt, ameríska hafnaboltann.


Maðurinn í stúkunni

Áfraaaaaaaam Íslaaaaaand heyrist í Norður stúkunni og Suður stúkan svarar áfraaaaaam Íslaaaaaand, þetta er hugsanlega leiðinlegasta og þunglyndislega stuðningsmanna hróp í heimi, en hvað fyrirgefur maður ekki þegar „strákarnir okkar“ vinna hvern leikinn á eftir öðrum við þessar kringumstæður og enda með að komast alla leið á #em2016. Fótboltastuðningsmenn eru alveg hrikalega öflugir miðað við áhangendur annarra íþrótta t.d. körfubolta og handbolta. Þeir syngja látlaust…

Lesa meira


Hafnaboltaæðið 2016

Íslenskir hafnaboltaáhugamenn hafa lengi mátt búa við skammarlega vanrækslu íslenskra fjölmiðla á íþróttinni. Ekki eiga þeir von á betra á næstu vikum þegar hætt er við því að fátt annað komist að heldur en túrneringin í Frakklandi. Til þess að koma til móts við þarfir þeirra beggja mun Deiglan halda áfram reglulegri umfjöllun um þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og má búast við að sú umfjöllun þéttist eftir…

Lesa meira


Framtíðarsýn í stað fortíðarböls

Á þessu mikla kosningaári er kannski rétt að við setjum okkur öll viðmið um hvaða framtíð við viljum kjósa. Hvað viljum við frá fólkinu sem á að stýra landinu okkar. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða eiginleika forseta eða þingmanna, við viljum öll eitthvað sérstakt í okkar leiðtogum. Áður fyrr var það veikleikamerki að skipta um skoðun, vera opin fyrir hugmyndum frá…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E03

Einu mennirnir með viti fjalla um hið klassíska og stórskemmtilega ævintýri um Stígvélaköttinn. Margt ber á góma, meðal annars Hauck&Aufhauser og hinn þýski stígvélaköttur—Peter Gatti. Línan er gefin um um forsetakosningar heima og erlendis, knattspyrnuþjálfarinn George Kirby kemur við sögu og þáttastjórnendur lýsa aðdáun á nýjum utanríkisráðherra.


Uppgangur hacktivista

Í seinasta pistli mínum skrifað ég um hversu auðvelt það getur verið að brjótast inn í tölvukerfi. Þótt ekki sé alveg víst að það hafi verið innbrot inn á vef Mossack Fonseca, þá sýndu athuganir sérfræðinga frammá það hversu auðvelt það hefði verið. Jafnvel aðili með gríðarlega litla þekkingu hefði getað gert það. Ekkert bendir til annars en þessum innbrotum muni fjölga til muna á…

Lesa meira


Gagnastuldurinn mikli – ertu næstur?

Gagnastuldurinn hjá lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca hefur ekki farið fram hjá neinum og eðlilega hefur verið gríðarleg umræða um efni gagnanna, en minna hefur farið fyrir því að ræða hvernig gögnin fengust. Í flestum innlendum fjölmiðlum hefur þetta verið kallaður gagnaleki – þótt það geti varla talist leki – ekki frekar en ef þú er rændur með valdi að það sé hægt að kalla það lán….

Lesa meira