Hið rándýra ólympíska kommúnistaríki

Það að vera keppandi á ólympíuleikum kemst örugglega næst þeirri upplifun að búa í sæmilega velheppnuðu kommúnistaríki. Yfirvöldin skaffa fæði, húsnæði, samgöngur og afþreyingu. Allt er skipulagt. Það er skipulagt í hvaða herbergi hver og einn á að vera, hvaða rúta fer með hvern og hvert og hver á að vera mættur hvenær og hvert til að gera hvað. Menn hlaupa, kasta og hoppa eftir…

Lesa meira


Kosningafíkill sem finnur ekki ástríðuna á ný

Með einar kosningarnar enn í reynslubankan er ég hugsi yfir þeim næstu. Ég er búin að greina sjálfa mig sem kosningafíkil. Fjölskyldan mín og vinir hafa öll sammælst um að svo sé. Ég á mér ekki nein áhugamál sem slík, ég er núna að reyna að gera ræktina að áhugamáli, ganga á einhver fjöll og lesa bækur. Staðreyndin er bara sú að ég elska að…

Lesa meira


Ég held að Jóhanna Sigurðardóttir hati ekki veikt fólk

Kári Stefánsson ræðst að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að hafa haldið aftur af vexti heilbrigðisútgjalda eftir hrunið. Þetta er ósanngjörn gagnrýni og lýsir fremur þröngri sýn á ríkisfjármálin, sýn þar sem heilbrigðisútgjöld eru eini mælikvarði á gæsku stjórnvalda, óháð öllum ytri aðstæðum. Hið opinbera eyðir aðallega peningum í þrennt: Heilbrigðismál, félagsmál og menntamál. Hitt eru smærri útgjöld. Tökum fyrst félagsmálin. Árið 2007 eyddi ríkið 1,6…

Lesa meira


Sjúkrahús eru ekki bönnuð

“Einungis má stunda þá atvinnu sem heimil er samkvæmt lögum. Þó getur ráðherra veitt tímabundna heimild til að stunda atvinnu sem ekki hefur verið sérstaklega leyfð með lögum, séu ríkir almannahagsmunir eru fyrir hendi.” Svona hljómar atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar EKKI. En sumir halda að það hljómi þannig, eða myndu vilja að það gerði það. Þegar einhver ætlar að opna einkasjúkrahús spyr fólk: “Viljum við þetta í…

Lesa meira


Túristinn er nýja síldin – Kapp er best með forsjá

Jæja kæru vinir. Ég var á flandri um landsbyggðina síðustu sex daga og er nú komin aftur í höfuðborgina, reynslunni ríkari, með örlítinn snert af kúltúrsjokki þrátt fyrir að lengsta ferðin hafi bara verið 350 km frá Reykjavík. Nú skal það viðurkennast að ég hef verið óttaleg snobbhæna síðustu ár enda er maður óumflýjanlega alltaf að mjakast meira inn að miðbaug lífaldurs. Kann þannig betur…

Lesa meira


Þegar gulrótin hverfur

Einhver gæti sagt að nýlegir atburðir í Tyrklandi sýni að landið eigi ekki heima í Evrópu, að öll hugmyndin um ESB-aðild Tyrklands hafi allan tíma verið fáranleg. En það er ekki svo. Samanborið við önnur ríki í hinum íslamska menningarheimi er Tyrkland frjálslynt, vestrænt og veraldlegt. Og þótt eftirstríðssaga Tyrklands geymi bæði herforingjastjórnir og vafasama leiðtoga (eins og þann sem er núna) þá er það…

Lesa meira


Ein eilífðar hreinmey, í úlfahjörð, sem skrifar svo undir og deyr

Ísland er æðislegt. Frábært, stórkostlega fallegt og merkilegt. Krúttlegt og sætt. Þjóðin er krúttleg og sæt. Menningin er krúttleg og sæt. Fótboltastrákarnir eru sterkir, krúttlegir og sætir. Peppliðið er krúttlegt og sætt. Það er allt svo saklaust og hreint og fallegt á Íslandi. Ísland er yndislegt. Í þessum skrifuðu orðum eru fleiri ferðamenn en heimamenn í Reykjavík. Líklegast er þriðjungur allra sem nú eru á…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E04

Einu mennirnir með viti taka hið klassíska ævintýri um Rauðhettu til umfjöllunar. Í þessum þætti fara þeir út fyrir þægindarammann og gera tilraun til leiklesturs en skríða svo aftur inn í hann þegar þeir taka til umfjöllunar forsetakosningarnar og nýja áhugamálið sitt, ameríska hafnaboltann.


Maðurinn í stúkunni

Áfraaaaaaaam Íslaaaaaand heyrist í Norður stúkunni og Suður stúkan svarar áfraaaaaam Íslaaaaaand, þetta er hugsanlega leiðinlegasta og þunglyndislega stuðningsmanna hróp í heimi, en hvað fyrirgefur maður ekki þegar „strákarnir okkar“ vinna hvern leikinn á eftir öðrum við þessar kringumstæður og enda með að komast alla leið á #em2016. Fótboltastuðningsmenn eru alveg hrikalega öflugir miðað við áhangendur annarra íþrótta t.d. körfubolta og handbolta. Þeir syngja látlaust…

Lesa meira


Hafnaboltaæðið 2016

Íslenskir hafnaboltaáhugamenn hafa lengi mátt búa við skammarlega vanrækslu íslenskra fjölmiðla á íþróttinni. Ekki eiga þeir von á betra á næstu vikum þegar hætt er við því að fátt annað komist að heldur en túrneringin í Frakklandi. Til þess að koma til móts við þarfir þeirra beggja mun Deiglan halda áfram reglulegri umfjöllun um þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og má búast við að sú umfjöllun þéttist eftir…

Lesa meira