Trump er falli næst

Auðvitað er ég hlutdrægur. En það auðvitað gaman að sjá Hillary pakka Trump saman í fyrstu kappræðum þeirra á mánudagskvöldið. Þótt það sé ekki nema vegna þess að ég ber virðingu fyrir stjórnmálum sem fagi og því þegar fólk hefur fyrir því að undirbúa sig. Fyrir kappræðurnar hafði heyrst að Hillary hafði æft sig í margar daga en Trump ekkert. Það sást. Hún fór með langar og…

Lesa meira


Einu mennnirnir með viti – S3E05

Einu mennirnir með viti taka íslensku þjóðsöguna um 18 barna föður í álfheimum til umfjöllunar en fara líka víða um annars konar velli. Þeir ræða hlutverk og valdmörk sundlaugarvarða, skoða samvinnu Johns og Yoko, fara yfir stöðuna í Framsókn og ræða um Deigluna, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Einu mennirnir með viti, nú í steríó, eru semsagt að dratta sér aftur í gang.


Borgaralaun ganga ekki upp

Á einn hátt eru hugmyndir um borgaralaun rökréttar út frá norrænum hugmyndum um velferðarkerfið. Í miðevrópskum velferðarkerfum á fólk t.d. rétt á heilbrigðisþjónustu út af einhverri ástæðu. Launamenn eru tryggðir af vinnuveitendum, sjálfstætt starfandi tryggja sig sjálfir, börn eru dekkuð af af tryggingu foreldranna og atvinnulausir af ríkinu. Allir eiga rétt á tryggingu, bara af ólíkum ástæðum. Norræna módelið tryggir alla, punktur. Það væri strangt…

Lesa meira


Stjórnarskrár sem ekki er farið eftir gera samt gagn

Sviðsmynd: Heimurinn er árgangur í Verslunarskólanum. Ríki heimsins eru nemendur í skólanum. Dag einn leggja kennararnir fyrir verkefni: Nemendurnir eiga að skrifa sér stjórnarskrá, hver og einn. Viku síðar er boðað til fundar í aðalsal skólans. Skólameistarinn heldur ræðu. Honum er ekki skemmt. “Þetta gengur ekki!” hrópar hann. “Þetta er allt eins! Þið áttuð að vinna allt sjálfstætt. En þið skrifuðuð verkefnin upp hvert eftir…

Lesa meira


Við umberum sjúkdóm þinn!

„Íslenskur kynvillingur að verki með negra“ hljómaði fyrirsögn á Tímanum árið 1952. Margir taka þessa fyrirsögn og fréttina sjálfa sem dæmi um hugarfarið á þesssum tíma. Hugarfar fordóma og umburðarleysis. En til að vera fullkomlega sanngjarn, þá gilti það ekki um alla. Skömmu eftir að fréttin birtist birtist eftirfarandi texti í Kvöldþönkum Vísis, þar sem greinarhöfundur var greinilega ekki ánægður með þá á Tímanum. Þar sagði…

Lesa meira


Hugmynd: Hátekjuskattur á sumar, mjög óvinsælar, hátekjur

Ímyndum okkur land. Landið er ríkt. Landið er réttarríki. Landinu finnst að þeir sem séu ríkir eigi að borga háa skatta. Meðallaun í þessu landi eru 1 milljón á ári. En sumir fá miklu meira. Landið hefur ákveðið að þeir sem séu með 100 milljónir á ári eigi að borga 60 milljónir í skatta. Það er auðvitað slatti. Meira en helmingur, en menn eru samt…

Lesa meira


Hið rándýra ólympíska kommúnistaríki

Það að vera keppandi á ólympíuleikum kemst örugglega næst þeirri upplifun að búa í sæmilega velheppnuðu kommúnistaríki. Yfirvöldin skaffa fæði, húsnæði, samgöngur og afþreyingu. Allt er skipulagt. Það er skipulagt í hvaða herbergi hver og einn á að vera, hvaða rúta fer með hvern og hvert og hver á að vera mættur hvenær og hvert til að gera hvað. Menn hlaupa, kasta og hoppa eftir…

Lesa meira


Kosningafíkill sem finnur ekki ástríðuna á ný

Með einar kosningarnar enn í reynslubankan er ég hugsi yfir þeim næstu. Ég er búin að greina sjálfa mig sem kosningafíkil. Fjölskyldan mín og vinir hafa öll sammælst um að svo sé. Ég á mér ekki nein áhugamál sem slík, ég er núna að reyna að gera ræktina að áhugamáli, ganga á einhver fjöll og lesa bækur. Staðreyndin er bara sú að ég elska að…

Lesa meira


Ég held að Jóhanna Sigurðardóttir hati ekki veikt fólk

Kári Stefánsson ræðst að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að hafa haldið aftur af vexti heilbrigðisútgjalda eftir hrunið. Þetta er ósanngjörn gagnrýni og lýsir fremur þröngri sýn á ríkisfjármálin, sýn þar sem heilbrigðisútgjöld eru eini mælikvarði á gæsku stjórnvalda, óháð öllum ytri aðstæðum. Hið opinbera eyðir aðallega peningum í þrennt: Heilbrigðismál, félagsmál og menntamál. Hitt eru smærri útgjöld. Tökum fyrst félagsmálin. Árið 2007 eyddi ríkið 1,6…

Lesa meira


Sjúkrahús eru ekki bönnuð

“Einungis má stunda þá atvinnu sem heimil er samkvæmt lögum. Þó getur ráðherra veitt tímabundna heimild til að stunda atvinnu sem ekki hefur verið sérstaklega leyfð með lögum, séu ríkir almannahagsmunir eru fyrir hendi.” Svona hljómar atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar EKKI. En sumir halda að það hljómi þannig, eða myndu vilja að það gerði það. Þegar einhver ætlar að opna einkasjúkrahús spyr fólk: “Viljum við þetta í…

Lesa meira