Hið eilífa leikrit

Það er þekkt vandamál að ráðherrar og ráðuneytisstjórar hafa ekki alltaf átt skap saman í gegnum tíðina. Það er auðvitað ekki algilt en engu að síður vel þekkt vandamál.  Auðvitað ætti það ekki að koma neinum á óvart. Það er ekkert til sem heitir hinn fullkomni embættismaður. Ráðuneytisstjórar eru, eins og allir, breyskir, gallaðir og […]

Stærsta styttan af Stalín

Stærsta stytta heims af Stalín stóð í Prag á árunum 1955-1962. Hún var hönnuð af bakarasyninum Otakar Švec, sem þótti raunar ekki líklegur til að hneppa hnossið þegar keppni um hönnun styttunnar var haldin og öllum merkustu myndhöggvurum landsins boðið (les: skipað) að taka þátt. Frægasti myndhöggvari Tékkóslóvakíu á þessum tíma, Karel Pokorný, á að […]

Skálkaskjól veirunnar

Nú þegar árið er hálfnað hefur dóttir mín fengið skerta leikskólaþjónustu hjá Reykjavíkurborg mikinn meirihluta ársins líkt og skólasystkin hennar í sveitarfélaginu. Árið hefur auðvitað verið um margt sérstakt – fordæmalaust myndu einhverjir segja. Um miðjan febrúar skall á allsherjarverkfall Eflingar sem hafði mikil áhrif á starfsemi leikskóla borgarinnar. Þau börn sem urðu verst úti […]

Hvað gerðist eiginlega á Laugavegi?

Líklega er engin gata frægari á Íslandi en Laugavegurinn. Nær allir Íslendingar hafa á einhverjum tíma á sinni ævi gengið eða ekið niður Laugaveginn alla vega einu sinni og leggja við hlustir þegar heyrast raddir um skemmdarverk og eyðileggingu götunnar. Slíkar raddir eru ekki nýjar af nálinni og hafa heyrst reglulega í gegnum tíðina. En um hvað snýst málið nú? Af hverju er þessi togstreita milli kaupmanna sem vilja óbreyttan Laugaveg og annarra sem vilja loka fyrir bílaumferð?

Þjóðarsuss á Þingvöllum

Þá er blessaður þjóðhátíðardagurinn að baki. Ég veit ekki hvað veldur en mér þykir afskaplega vænt um 17. júní. Alveg sama þótt skýjað sé og það hellirigni þá er alltaf sól í öllum minningum mínum um þennan dag. Í æsku klæddi mamma okkur bræðurna í ný sumarföt og við örkuðum öll fjölskyldan í Skrúðgarðinn í […]

Hættur við að hætta við að hætta

Árið 2016 tilkynnti sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, að hann byði sig ekki fram.  Í áramótaávarpi sagði Ólafur að þá væru ,,[..]hin réttu vegamót að færa ábyrgð forseta yfir á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs“.  Þó svo að forsetinn virtist hafa tekið af allan vafa um að […]

Meðvirkni með popúlisma

Það duldist þeim ekki, sem horfðu á kappræður forsetaframbjóðenda fyrir komandi kosningar á Stöð 2 fyrir skemmstu, að þáttastjórnendur áttu í mesta basli við að hafa hemil á öðrum frambjóðandanum. Guðmundur Franklín Jónsson hamaðist við að koma á framfæri sínum óútpældu sjónarmiðum, milli þess sem hann gerði árásir að persónu sitjandi forseta. Guðni Th. Jóhannesson […]

Meiri fótbolta!

Fyrstu umferð í efstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu sumarið 2020 lauk í gær. Það er óvenjulegt að hefja ekki leik fyrr en stuttu fyrir jónsmessunótt en Covid faraldurinn hefur haldið knattspyrnufólki landsins af grasinu núna snemmsumars. Eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu eru hugmyndir um lengra tímabil. Ástæður fyrir því að það […]

Breski skólinn, hádegisopnun og kortér-í-þrjú gæinn

Það hefur verið áberandi í öllum störfum þríeykisins landsfræga að þau sýna sveigjanleika og skilning í ákvarðanatöku og reyna að aðlaga aðgerðir sínar að þörfum þjóðarinnar. Aðgerðirnar voru vissulega strangar en gengu ekki of langt og að sama skapi hafa tilslakanir verið nokkuð hraðar en þó eimir enn eftir af hömlum. Eitt ætlar þríeykið þó […]

Einangrun er útilokuð

Svalasöngvar ítalskra sóttkvíarbúa virðast svo órafjarri nú þegar kúrfan er hvarvetna á hverfanda hveli. Margir finna þá fiðringinn og er hann eflaust að verki gamli ferðahugurinn. Ferðalög eru praktískt úrlausnarefni fyrir næstum alla, dýr afþreying fyrir flesta og einungis nauðsynleg í örfáum tilvikum. Fólk vill ferðast og það er erfitt að ímynda sér veruleika þar […]

Litlu línurnar

Undanfarið höfum við upplifað eina stærstu almannaógn á síðari tímum. Á Íslandi tókst okkur að takmarka heilsufarslegu áhrifin að miklu leyti en efnahagslegu áhrifin eru og verða áfram grafalvarleg, bæði hér á landi og annars staðar. Þessir tímar hafa þó ekki eingöngu verið svartnætti, hugarvíl og böl. Lokun landamæra og breytt samskiptamynstur hafa dregið fram […]

Veitir vinnan frelsi?

I. Samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins Ísland og fjórða iðnbyltingin, eru um 50 þúsund Íslendingar í störfum sem miklar líkur eru á að verði sjálfvirknivædd á næstu 10-15 árum. Þetta eru 28% af íslenskum vinnumarkaði í dag.Eitt af þeim dæmum sem hve oftast er vitnað til um þessa þróun er að sjálfkeyrandi bílar eru líklegir til að […]

Mesta hættan í umferðinni

Það er vitaskuld rétt sem oft er bent á, að fyrir okkur velmegunarþegnana á mannréttindalandinu Íslandi er nánast vonlaust að setja okkur í spor niðurlægðra samfélagshópa í fjarlægum löndum. Mest áberandi birtingarmyndirnar í fjömiðlum, svo sem eins og hinn ógeðslegi ofbeldisofsi sem glampaði úr auga lögregluþjónsins sem drap George Floyd, vekja vitaskuld upp verðskuldaðan hrylling. […]

Kostirnir við erlent eignarhald

John Radcliffe á nú orðið rétt um 1,4% af flatarmáli Íslands og sýnist sitt hverjum um áhuga hans á Norðausturlandi. Undanfarin ár hefur hann eignast, að hluta til eða að öllu leyti, 41 jörð, samkvæmt umföllun Kveiks. Með kaupum sínum sver hann sig í ætt við aðra auðkýfinga, sem hafa sópað til sín risavöxnum landareignum […]

Eitt örstutt skref í rétta átt

Misnotkun vímuefna er heilbrigðismál. Þessi staðreynd liggur til grundvallar viðhorfsbreytingu sem er að verða víða um heim gagnvart hinu svokallaða stríði gegn vímuefnum, bann- og refsistefnu síðustu áratuga. Raunar er það svo að hér á landi verður bráðum hægt að halda upp á aldarafmæli refsistefnunnar en lög um refsinæmi fíkniefnabrota eiga rætur að rekja til […]

Haf’etta eins og Kaninn

Ég heyrði einu sinni sögu af konu sem gerði sér ferð til Reykjavíkur einhver jólin til þess að berja Coca Cola-lestina augum. Þegar hún sá loksins bílalestina með allri ljósadýrðinni og sannameríska jólaandanum varð hún yfir sig hrifin. Hrifnust var hún þó af laginu sem heyrðist þegar lestin skreið um bæinn. „Holidays are coming, holidays […]

Ef maður veit ekki um hvað málið snýst þá snýst það um peninga

Það er til orðatiltæki í pólsku sem eflaust þekkist í fleiri tungumálum. Það hljómar svo: “Ef maður veit ekki um hvað málið snýst þá snýst það um peninga.” Þetta er ágætistilgáta sem gengur furðulega oft upp. Þegar maður klórar sig í kollinum yfir einhverri óskiljanlegri deilu sem komin er í fjölmiðla, annað hvort deilu milli […]

Beggja vegna borðsins

„Guðfinnur minn, stundum er bara erfitt að vera manneskja,“ sagði djúpvitur vinkona mín eitt sinn. Og það er alveg rétt, þetta er í senn flóknasta og erfiðasta verkefni sem við tökumst á hendur. Eins og öllum sem hafa snefil af réttlætiskennd varð mér mjög illt í mennskunni þegar ég horfði á myndbandið þar sem lögreglumennirnir í […]

Frjálslynt lýðræði þarf að snúa vörn í sókn

Í dag er nákvæmlega 31 ár liðið frá tveimur merkum atburður í mannkyssögunni.  Þann 4. júní 1989 fóru fram fyrstu frjálsu kosningarnar í Póllandi frá stríðslokum. Þær voru jafnframt þær fyrstu í þessum heimshluta frá því að járntjaldið skall á. Í kosningunum vann stjórnarandstaðan sigur og í kjölfarið tóku nýir valdhafar við stjórnartaumunum, hentu út […]

Bólferðabann í Bretlandi

Fólk sem þekkti til sögunnar sagði í upphafi kófsins að í gegnum söguna væri áberandi hversu fljótt samfélög færu aftur í eðlilegt ástand eftir að hafa gengið í gegnum sambærilegar þrautir. Þetta sjáum við gerast hér á Íslandi núna. Ólíkt stríðsátökum og náttúruhamförum þá eru farsóttir þess eðlis að ekki verður mikið tjón á framleiðslutækjum […]